KVENNABLAÐIÐ

„Óléttubumban“ reyndist vera þrjú kíló af kókaíni

Ung kona í Brasilíu hélt hún hefði fundið skothelda leið til að smygla eiturlyfjum þegar hún dulbjó sig sem vanfæra konu. Taldi hún víst ekki líklegt að lögreglan myndi leita á barnshafandi konu, en svo var ekki.

Konan er 24 ára, ónafngreind, setti þrjú kíló af kókaíni í gervibumbu og límdi hana utan um sig og fór í föt yfir.

Náðist konan þegar lögregla leitaði í rútu sem hluta af eftirliti á Marechal Rondon hraðbrautinni nálægt Birigui. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar lögreglan lætur hana taka af sér „bumbuna“ og afhenda lögreglunni. Maður með konunni var einnig handtekinn en ekki er vitað hvaða refsingu þau hljóta.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!