KVENNABLAÐIÐ

Fágætar myndir af Freddie Mercury sáluga ásamt elskhuga hans Jim Hutton

Í fyrsta sinn sem Jim Hutton hitti Freddie Mercury, sagði hann honum að „drulla sér“ (e. fuck off). Þetta var á Copacapana á klúbbi fyrir samkynhneigða árið 1983. Jim var á barnum með þáverandi elskhuga sínum, John Alexander og drakk bjór. Þegar John fór á salernið tróðst Freddie til hans og spurði hvað hann væri að gera þetta kvöldið…en Jim sagði honum að drulla sér í burtu. Freddie hvarf hljóðlega aftur til vina sinna.

00freddiejim

Auglýsing

Þegar John kom aftur sagði Jim að einhver hefði verið að tala við sig. John spurði hver það hefði verið og Jim benti á Freddie – grannvaxinn með mikið yfirvaraskegg í gallabuxum og hvítum stuttermabol. Hann var ekki týpan sem Jim hefði kosið – hann vildi frekar stærri og karlmannlegri menn. John var agndofa. Vissi Jim ekki hver Freddie Mercury var? „Freddie hver?“ sagði Jim og hélt áfram að drekka bjórinn sinn.

01freddiejim1visit_465_603_int

18 mánuðum seinna, laugardaginn 23. mars árið 1985 hafði Jim verið að drekka allan daginn. Í stað þess að fara heim ákvað hann að eyða síðustu krónunum sínum í Heaven sem er risastór klúbbur samkynhneigðra hjá Charing Cross. Oftast kaus hann ekki svo stóra klúbba en hann var í stuði til að dansa. Þar sem hann stóð við barinn kom Freddie til hans og bauð honum í glas. Freddie spurði svo Jim: „Hversu stórt typpi ertu með?“ Það var hin venjulega lína sem hann notaði. Jim ákvað að svara ekki beint heldur sagði: „Tja, þú þarft bara að komast að því.“ Svo djammaði hann með Freddie og vinum hans það sem eftir var kvölds.

03freddiejim_465_312_int

Jim hafði ekki hugmynd um að Freddie hafði verið að fylgjast með honum í eitt og hálft ár. Hann vissi hvar Jim drakk og lét leita að honum. Freddie líkaði menn sem litu út eins og vörubílstjórar. Jim var reyndar ekki vörubílstjóri, hann var hárgreiðslumeistari, en Freddie fannst hann ómótstæðilegur.

04freddiejim_465_328_int

Freddie bauð Jim heim til sín á Stafford Terrace þar sem þeir féllu drukknir í rúmið og töluðu saman þar til þeir sofnuðu. Þeir vöknuðu og skiptust á símanúmerum eftir að hafa drukkið te. Þetta var byrjunin á sambandi þeirra sem endaði ekki fyrr en Freddie féll frá árið 1991.

05freddiejim_465_312_int

Freddie kallaði Jim alltaf eiginmann sinn og þeir báru hringa. Freddie var með sinn daginn sem hann lést.

07reddiejim_465_523_int

 

Auglýsing

08freddiejim_465_580_int

09freddiejimxmas_465_419_int

Síðasta myndin sem Jim tók af Freddie, 1991
Síðasta myndin sem Jim tók af Freddie, 1991

013freddiejimhat_465_645_int

016freddiejim40_465_200_int

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!