KVENNABLAÐIÐ

Hægri hönd Kim Kardashian: Stephanie Shepherd

Er þetta kona í draumavinnunni? Hvernig ætli að vera í innsta hring einnar frægustu stjörnu í heimi, Kim Kardashian? Stephanie Shepherd hefur verið aðstoðarkona valdamestu Kardashian systurinnar frá árinu 2013. Stundum sést í hana í þáttunum Keeping Up With The Kardashians eða á blaðaljósmyndum og virðist þar vera um að ræða sjöttu systurina, því Stephanie gæti alveg passað vel þar inn: Falleg kona með dökkt hár.

Auglýsing

ss5

Stephanie hefur verið ábyrg fyrir ýmsu hjá Kim – allt frá því að setja saman fyrstu kerru North West til þess að hjálpa henni að ganga í hjónaband. Hún kom jafnvel með fjölskyldunni í fyrra hingað til Íslands.

ss3

Eftir að Kim var rænd í París fóru þær saman í einkaþotunni heim. Hún kýs að vera í bakgrunninum og býr í Beverly Hills með kærastanum sínum, Larry Jackson, sem er yfir Apple Music.

ss1

Hún fluttist til Hollywood 19 ára og er eina barn einstæðrar móður. Hún er frá Ontario, Ohioríki. Fróðlegt viðtal má lesa við Stephanie í Refinery HÉR.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!