KVENNABLAÐIÐ

Scott Disick „stjórnlaus“ í kjölfar nýs sambands Kourtneyar

Kourtney Kardashian, barnsmóðir Scott Disick, er komin með nýjan kærasta og er Scott hreint ekki ánægður þrátt fyrir hann sjálfur sé ekki að halda aftur af sér í kvennamálum. Scott var á Cannes kvikmyndahátíðinni með ýmsum ungum konum og var ekki feiminn að láta mynda sig með þeim.

Fjölskyldan hefur þó áhyggjur þar sem Scott hefur oft farið í meðferð vegna áfengis,- eiturlyfja og kynlífsfíknar. Öruggt þykir að hann sé í tómu rugli núna, enda hefur hann ekki sést síðan á hátíðinni. Vinur þeirra segir í viðtali við Elite Daily að Scott sé „gersamlega stjórnlaus.“

Auglýsing

sd2

Kourtney og nýi kærastinn, fyrirsætan Younes Bendjima (23) sáust einnig á Cannes hátíðinni en voru bara upptekin af sér sjálfum. Þetta hefur verið erfitt fyrir aumingja Scott og er hann ekki með sjálfum sér eins og oft hefur gerst þegar hlutirnir eru ekki á þann veg sem hann óskar sér.

„Hann er mjög villtur núna, ég hef sagt honum að þetta villta líferni muni kosta hann fjölskylduna ef hann fer ekki að vara sig,“ segir þessi umhyggjusami vinur.

Auglýsing

sd 1

Að undanförnu hefur Scott sést með fyrrverandi Justin Bieber, Chantel Jeffries, Bellu Thorne, Maggie Petrova, Sofia Richie (sem tvítaði að hún væri bara vinkona hans) ásamt tveimur öðrum óþekktum konum.

a sd

Vinurinn heldur því fram að Kourtney vilji ekki leyfa honum að hitta börnin nema að hann taki til í sínu lífi og hefur hann ráðlagt Scott að „eyða meiri tíma í að skoða hvaða afleiðingar gjörðir hans hafa á aðra.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!