KVENNABLAÐIÐ

Fegurðardrottning með ökkla sem hné: Myndband

Hin tvítuga Jillian Williams frá Texas fékk sjaldgæfa tegund beinkrabbameins og þurfti að fjarlægja hluta af fæti hennar. Hún fékk því neðri hluta fótar græddan við hnéið á sér. Jillian hafði verið keppandi í Miss Teen USA ásamt því að vera afar hæfileikaríkur blakspilari.

Þessi ótrúlega hugrakka unga kona vildi láta á það reyna hvort hægt væri að takmarka skaðann með því óska eftir „rotationplasty“ sem þýðir í raun að líkamshlutanum er snúið og komið fyrir á öðrum stað. Fóturinn, ökklinn og sköflungurinn var því snúið um 180 gráður og sett þar sem hnéið var og svo er gervifótur festur á. Jillian lætur þetta ekki stöðva sig og vill vera fyrsta konan sem misst hefur útlim til að keppa í Miss Texas og vill hún einnig komast í landslið fatlaðra í blaki.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!