KVENNABLAÐIÐ

Tvíburar George og Amal Clooney eru á leiðinni

George Clooney er að verða pabbi í fyrsta sinn og leynir ekki hversu spenntur hann er. Hinn 56 ára leikari átti að koma fram á verðlaunahátíð Awaking Humanity í Armeníu en vildi ekki fara frá Amal ef hún skyldi eignast börnin: „Ég hefði gjarna vilja vera á staðnum en ef ég myndi koma og konan mín myndi eignast tvíburana myndi ég aldrei fá að koma heim aftur,“ sagði leikarinn í myndskilaboðum sem hann sendi á hátíðina.

Auglýsing

Tvíburana var að vænta í fyrstu viku júnímánaðar en nú virðist sem hún muni eignast þá aðeins fyrr. Hjónin eru staðsett á heimili sínu í Sonning, Englandi og munu tvíburarnir fæðast þar.

Auglýsing

Parið sást síðast opinberlega í göngu um sveitir Englands í apríl.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!