KVENNABLAÐIÐ

4 DELI – ostar og grísk jógúrt sem þú færð á spottprís í Costco

Við erum á ostahimnum því eftir heimsókn í Costco þurfum við ekki að kvíða því að verða ostlaus eða því að tyggja áfram bragðlausu MS ostana framar. Costco býður nefnilega upp á alvöru osta á verði sem ber að fagna!

Parmesan ostur frá  Ítalíu. Osturinn heitir eftir framleiðsluhéraði en aðeins má kalla parmesan ost, Parmigiano Reggiano, ef hann er framleiddur í eftirtöldum héruðum ParmaReggio EmiliaBologna aðeins vestan við ána Reno, Modena, allt svæðið Emilia-Romagna og Mantua í Lombardy, en aðeins svæðið sunnan árinnar Po á Ítalíu.

Þessi dýrðlegi rifni ostur er í það minnsta 24 mánuða gamall sem merkir betra bragð og því þarf minna af honum við eldamennskuna. Parmesan er ómissandi á pastarétti og í Pestóið! 

Rifinn Parmigiano Reggiano ostur 2.499.- 500 grömm18699280_10155395808199511_6024588921919381948_o

Brie ostur frá Isigny Ste-Mère samvinnubýlinu í Normandí, Frakklandi. 

Þetta er lúxus Brie ostur frá einhverjum þekktasta kúabónda og mjólkurafurðabúi í Frakklandi. Hágæða ostur sem er mjúkur og eilítið saltur með flauelsáferð að utan. Mögnuð vara og verðið er ótrúlegt!

1 kíló á 2.490.–

18700722_10212029645710300_2951551745026834670_o

Auglýsing

Grískur Halloumi ostur 4x250gr. í pakka  kr. 2.560-

 

18623509_10212029630029908_13806899223198521_o

Loksins fæst Halloumi ostur á Íslandi en þessi einstaki ostur sem er blanda af geita, kinda og kúamjólk hefur einstaka áferð, bráðnar ekki og hentar vel til steikingar og grillunar. Margar grænmetisætur sem borða mjólkurvörur nota Halloumi í stað kjöts og fisks og þá sem aðalrétt en bragðið er einstaklega gott og ferskt beint af grillinu með góðu salati eða með tómötum og basil í stað mozzarella osts. Þið verðið að prófa hann!

Screen Shot 2017-05-28 at 13.14.07

Grísk Jógúrt Mevgal er hreint ótrúlega góð og ekta grísk jógúrt ekkert þykjustu grísk eins og MS jógúrtin.

Hún er flauelsmjúk og þykk, alveg ósæt og með mátulegt salt og sýrubragð algerlega frábær vara og kemur í kíló pakkningu. Þessi verður fljót að fara vel ofan í landann. 679.– kílóið.

Prófið hana með hunangi og valhnetum og njótið! Mevgal er stærsti mjólkurvöruframleiðandi í norður Grikklandi.

5201083333084

 

Stilton ostur frá Cropwell Bishop, Bretlandi. Blár Stilton  er gráðostur eins og hann gerist bestur. Hann hefur skarpt bragð og mjúka áferð og bráðnar í munni. Osturinn er handgerður og hefur framleiðsluaðferðin lítið breyst frá 17. öld.  Við erum ekki með verðið á hreinu en prófið að blanda Stilton saman við grísku jógúrtina og þið eruð komin með dásamlega gráðostaídýfu.

delicious-cropwell-bishop-stilton-taste-test-400 images

Blue-Cheese-Dressing-with-yogurt-3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!