KVENNABLAÐIÐ

Geðsjúkrahús fortíðar: Átakanlegur myndaþáttur

Mikil vakning hefur verið í málefnum geðsjúkra á undanförnum árum og er það fagnaðarefni. Þó virðist langt í að fólk með geðsjúkdóma fái meðhöldun á borð við aðra, t.d. krabbameinssjúka eða aðra með langvinna sjúkdóma. Sést það á viðhorfi samfélagsins og stundum heilbrigðisstarfskerfisins sjálfs hvað þjónustu og viðmót varðar. Öldum saman og til dagsins í dag hefur gæðum geðsjúkrahúsa verið ábótavant. Virðingin gagnvart sjúklingnum hefur verið lítil og er kannski enn. Sumar af meðfylgjandi myndum sýna einmitt það.

Auglýsing
young patient's rotted teeth, due to poor dentistry, are revealed at London's Friern Hospital (previously known as the Colney Hatch Lunatic Asylum) circa 1890-1910.
Tennur ungs drengs sem hefur dvalist löngum stundum á geðsjúkrahúsi í London Friern spítalanum (áður Colney Hatch Lunatic Asylum) árið er 1890-1910

Það var ekki fyrr en í enda 19 aldar að fáeinir læknar í Frakklandi og Englandi, m.a. Philippe Pinel og William Tuke að fjarlægðar voru ómannúðlegar aðgerðir, s.s. keðjur og líkamlegar refsingar. Árið 1845 voru lög sett í Bretlandi sem ákvörðuðu að geðsjúkir væru í raun sjúklingar sem væru veikir og þyrftu meðferð.

rphans share a feces-stained crib at the Riul Vadului Mental Asylum in Romania

Tveir drengir í rúmi sem ekki hefur verið þrifið í langan tíma. Rúmenía: Dagsetning óþekkt

Að sjálfsögðu hefur ofbeldi, vanræksla og misþyrmingar verið daglegt brauð á stofnunum sem þessum og það tók ekki enda um miðja 19. öld þegar vakning varð í þessum efnum. Þeir geðsjúku urðu stofnanavæddir og í lok 20. aldar og seinna komu upp ýmis vandamál. Fleiri greiningarmöguleikar komu upp og sjúkrahúsin voru orðin full. Sjúkdómsgreiningar- og aðferðir til lækninga urðu algengari, t.d. rafmagnsmeðferð og skurðaðgerðir á heilablaði/hvítuskurður.

Pioneering and prolific lobotomist Dr. Walter Freeman performs a lobotomy with an instrument similar to an ice pick at Western State Hospital in Lakewood, Washington on July 11, 1949.

Dr. Walter Freeman framkvæmir hvítuskurð með íssting árið 1949

Uppganga fasismans og alræðishyggju í Evrópu gaf tilefni til pólitískra aðgerða; ofbeldis í geðsjúkrahúsum. Nasistar Þýskalands, Sovíetblokkin og aðskilnaðarstefnan í S-Afríku settu óvini sína á hælin eða sjúkrahúsin með tilheyrandi ofbeldi.

patient sleeps on a thin mattress on the floor of an otherwise bare room in Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946.

Kona liggur á bedda í herbergi með engu öðru, Ohio árið 1949

Önnur dæmi sem ekki voru jafn svakaleg, í Evrópu og Ameríku á 20 öldinni eru þó fólki óskiljanleg í dag: Heilablaðsuppskurðir með skrúfjárnum, sjúklingar hlekkjaðir við veggi, börn í spennitreyjum hlekkjuð við ofna og annað verra.

patient sits inside Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946.
Sjúklingur á Cleveland State Mental spítalanum í Ohio árið 1946

Átakanlegar myndir sýna hvar og hvenær meðferð þessara sjúklinga fór fram….og það er í raun ekki langt síðan.

patient sits in a restraint chair at the West Riding Lunatic Asylum in Wakefield, England in 1869.

Sjúklingur situr í óluðum stól í West Riding Lunatic Asylum í Wakefield, Englandi árið 1869.

Auglýsing

patient lies back in a Bergonic chair, an early electroshock treatment apparatus, circa World War I.

Í fyrstu heimsstyrjöldinni. Rafmagnsmeðferð

Orderlies wash patients at the Long Grove Asylum in Epsom, England circa 1930.

Sjúklingar baðaðir í Epson, Englandi árið 1936

On March 29, 1950, at Philadelphia's Bella Vista Sanitorium, a fire killed nine patients, five of whom had been chained to concrete slabs like the one pictured.

Þann 29. mars árið 1950 kviknaði í Bella Vista Sanitorium í Fíladelfíu. Níu sjúklingar brunnu inni og fimm af þeim voru hlekkjaðir við vegginn með samskonar áhöldum og sjá má á myndinni fyrir ofan.

nurse tests out electronic equipment designed to monitor various patient data at a psychiatric hospital in Toronto on March 12, 1964.

Hjúkunarkona prófar rafmagnstæki sem fylgist með heilalínuriti sjúklinga í Toronto, 12. mars árið 1964. 

hild patients sit in their room at a mental hospital in Ursberg, Germany circa 1934-1936.

Geðsjúk börn í Ursberg, Þýskalandi um árið 1934-1936.

hild patients sit bound and tied to a radiator inside the psychiatric hospital at Deir el Qamar, Lebanon in 1982.

Börn á geðsjúkrahúsi í Deir el Qamar, Lebanon árið 1982

ctors test a new method of using radio waves to treat psychiatric patients at a hospital in Paris on May 13, 1938.

Læknar prófa nýja aðferð – útvarpsbylgjur -til að lækna sjúklinga í París 13. maí árið 1938.

child patient sits inside Normansfield Hospital in Teddington, England on February 12, 1979.

Barn greint með geðsjúkdóm, spítalinn í Normansfield Teddington, Englandi 12. febrúar 1979.

bukarest degs okunn

Fætur sjúklings bundnar við rúm, Rúmeníu (dagsetning óþekkt)

atients sit inside Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946.

Konur sitja í Cleveland State Mental Hospital í Ohioríki í Bandaríkjunum árið 1946.

atients go about their day inside Ohio's Cleveland State Mental Hospital in 1946

Cleveland, Ohio, 1946

atients at the Riul Vadului Mental Asylum in Romania huddle together in an unheated room in the middle of winter. Date unspecified.

Sjúklingar safnast saman í Rúmeníu, hæli fyrir geðsjúka til að halda á sér hita vegna þess engin upphitun er í húsinu. Dagsetning óþekkt.

A policeman stands guard at the bars of the ward for psychiatric patients (possibly the criminal insane, per original annotation) at New York's Bellevue Hospital circa 1885-1898.

Lögreglumaður stendur vaktina hjá innilokuðum sjúklingum (hugsanlega hættulegum) í New York á Bellevue spítalanum, ca. árið 1885-1898.

A patient diagnosed with hysteria-induced narcolepsy lies strapped down to a bed in Paris' Salpêtrière Hospital in 1889.

Sjúklingur greindur með „móðursýki með/og svefnsýki“ og liggur bundin við rúm í Salpêtrière spítalanum í París árið 1889

 

Auglýsing

A hungry boy stands alone and eats with his hands as other boys sit together under a blanket on a bed beside a small wood-burning stove at a hospital for mentally-handicapped children in Kavaja, Albania in March 1992.

Hungraður drengur stendur einn og borðar með höndunum á meðan aðrir sitja undir teppi hjá litlum ofni. Spítali fyrir börn með geðvanda, Kavaja, Albaníu árið 1992. 

patient at a mental hospital undergoes electroshock treatment in 1956.

Sjúklingur undirgengst rafmagnsþerapíu, 1956 í Englandi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!