KVENNABLAÐIÐ

Ben Stiller og Christine Taylor eru að skilja eftir 17 ára hjónaband

Stjörnu-leikaraparið Ben Stiller og Christine Taylor áttu eitt af langlífustu Hollywoodhjónaböndunum en svo bregðast krosstré sem önnur tré því þau voru að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau væru að skilja: „Með mikilli ást og virðingu fyrir hvort öðru og þeim 18 árum sem við eyddum sem par, höfum við tekið þá ákvörðun að skilja,“ segir í henni.

Auglýsing

„Forgangsverkefni okkar verður að ala upp börnin okkar sem ábyrgðarfullir foreldrar og nánir vinir,“ segir ennfremur og biðja um frið frá fjölmiðlafári.

Auglýsing

Ben, 51 árs, og Christine, 45, hafa leikið í ótal myndum saman, m.a. í Zoolander þar sem Christine lék fréttamann og Ben Zoolander á eftirminnilegan hátt.

Parið hefur ekki sést opinberlega saman síðan 18. apríl síðastliðinn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!