KVENNABLAÐIÐ

Myndarlegir vísindamenn ekki teknir jafn alvarlega og minna myndarlegir vísindamenn

Fallegir vísindamenn- og konur draga kannski að sér fjöldann en þeir eru ekki teknir jafn alvarlega hvað fræðin varðar ef marka má niðurstöður rannsókna sálfræðinga í Cambridge.

Þau Alice Roberts og Brian Cox teljast afar vinsæl og þau eru bæði talin myndarleg og hafa aflað sér mikilla vinsælda við vísindaútskýringar. Séu rannsóknarniðurstöður hinsvegar réttar má ætla að þau séu tekin minna alvarlega hjá almenningi en vísindamenn sem ekki teljast jafn myndarlegir.

Auglýsing
Alicia Roberts, vísindamaður í líffærafræði og mannfræði
Alicia Roberts, vísindamaður í líffærafræði og mannfræði

Forsvarsmaður rannsóknarinnar, Dr Will Skylark, sagðist vilja athuga hvaða áhrif flott útlit hefði á ímynd vísindamanna: „Það er staðreynd að mikilvægi vísindanna geta haft mikil áhrif á samfélagið, svo sem loftslagsbreytingar, bólusetningar og sjálfbærni og þeir vísindamenn sem kynna rannsóknirnar fyrir almenningi hafa mikið að segja.“

Brian Cox
Brian Cox

 

Við vitum að rannsóknir sýna að pólitískur frami er oft ráðinn af útlitinu og fólk getur orðið fyrir áhrifum af því hvernig viðkomandi lítur út frekar en hvað hann segir. Við vildum vita hvort hið sama gilti um vísindamenn.

 

Í rannsókninni voru þátttakendum sýndar meira en 300 myndir af breskum og bandarískum vísindamönnum og þeir beðnir um að gefa þeim einkunn hversu greindir þeir héldu þeir væru og hversu aðlaðandi þeir voru. Svo voru þátttakendur beðnir um að segja hversu mikinn áhuga þeir hefðu á að vita um rannsóknir þeirra og hvort þeir héldu að viðkomandi vísindamaður væri áreiðanlegur.

Auglýsing

Voru niðurstöðurnar á þá leið að þátttakendur vildu frekar vita hvað myndarlegri vísindamenn væru að fást við heldur en þeir sem væru minna myndarlegir.

Þegar kom að því að dæma hæfileika þeirra á vísindasviðinu kom í ljós að hafa aðlaðandi andlit var ekki þeim í hag. Þeir ómyndarlegri, svo að segja, voru séðir sem marktækari en hinir.

Heimild: ITV

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!