KVENNABLAÐIÐ

Mariah Carey ætlar að giftast Nick Cannon…aftur!

Ástarlíf Mariah Carey er allt annað en viðburðasnautt. Það er ekki ár síðan skilnaður hennar við Nick Cannon, barnsföður sinn, gekk í gegn en þau eru búin að ákveða að gifta sig aftur í sumar!

Parið hefur nú sameinast í ást sinni á börnunum og hvort öðru að sjálfsögðu og hafa verið að hittast síðan þau fóru með tvíburana á Kids’ Choice Awards í mars. Tvíburarnir Moroccan og Monroe eru orðin sex ára.

Auglýsing

mar 1

Seinna brúðkaupið verður enn glæsilegra en hið síðasta og vill Mariah hafa „partý í St. Tropez, Frakklandi eða Ítalíu og bjóða 500 gestum, m.a. Beyonce og Elton John. Hún vill bjóða upp á þúsund dollara kampavínið Angel og risastóra köku með gulldufti,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Life&Style.

Auglýsing

Mariah mun að sjálfsögðu syngja í eigin brúðkaupi. Hún myndi aldrei ráða aðra stjörnu sem gæti skyggt á hana

Þrátt fyrir að þau hafi verið aðskilin og átt í sínum samböndum eru þau sálufélagar: „Mariah vill vera gift. Hún telur að Nick sé sá eini rétti.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!