KVENNABLAÐIÐ

Ekki er ólíklegt að brúðkaup Katie Holmes og Jamie Foxx fari fram fljótlega!

Allt að gerast! Katie Holmes og Jamie Foxx hafa verið að hittast leynilega í rúm fjögur ár eins og Sykur hefur greint frá. Óstaðfestar heimildir segja þó að ekki sé langt í að þau ætli að ganga í hnappelduna á næstunni. Það verður þó ólíklegt að við fáum að sjá nokkrar brúðkaupsmyndir því þau hafa farið og vilja fara leynt með sambandið: „Þau myndu vilja halda brúðkaupið á rólegum, rómantískum stað eins og á Ítalíu eða frönsku Rivíerunni,“ segir vinur parsins.

Auglýsing

Katie og Jamie eyddu nokkrum dögum saman í París fyrr í mánuðinum þar sem Jamie er að leika í Robin Hood og tókst þeim næstum að forðast alla ljósmyndara en þau gistu á lúxushótelinu Park Hyatt Paris-Vendôme.

Matargestur náði mynd af þeim í París
Matargestur náði mynd af þeim í París

Af brúðkaupinu gæti orðið í sumar þar sem Suri, dóttir Katie, verður í fríi í skólanum.

Auglýsing

Samkvæmt gulu pressunni mátti Katie ekki hitta neinn í fimm ár eftir skilnaðinn til að gera ekki fyrrverandi eiginmanninn „vandræðalegan“ á neinn hátt, hvorki hitta neinn né tala um hann eða Vísindakirkjuna. Einnig mátti hún ekki láta neinn karlmann hitta Suri. Katie vildi ólm úr hjónabandinu við Tom Cruise og samþykkti því allt – fékk hún 4,8 milljón dollara í meðlag og 5 milljón dollara sjálf.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!