KVENNABLAÐIÐ

Harry prins og Meghan Markle skælbrosandi á leið í brúðkaup!

Harry prins gat ekki leynt brosinu og virtist kampakátur í bílnum þegar hann og ástin hans, Meghan Markle mættu í brúðkaup Pippu Middleton og James Matthew á laugardaginn síðasta. Parið náðist saman á mynd þar sem þau sátu í bílnum, Harry keyrði og Meghan í farþegasætinu.

ph inni

Auglýsing

Var þetta í fyrsta sinn sem Meghan fór í fjölskylduboð með honum enda spenningurinn mikill. Harry keyrði 100 mílur til að ná í kærustuna en veislan fór fram hjá foreldrum Pippu og Kate, Carole og Michael Middleton í Bucklebury í Englandi.

Fólk hefur vitanlega mikinn áhuga á sambandi Harry og Meghan og nú virðist mikil alvara í spilinu og vonast er eftir trúlofun fljótlega.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!