KVENNABLAÐIÐ

Fyrsta myndin af Chelsea Manning eftir að hún slapp úr fangelsi

„Hér er ég!“ sagði Chelsea Manning við fyrstu myndina af sér sem hún birti á Instagram eftir nýfengið frelsi. Chelsea er enn með stutt hár eins og henni var skylt að gera samkvæmt herlögum en hún ætlar greinilega að henda af sér okinu. „Dagurinn sem ég hélt myndi aldrei renna upp,“ segir hún og fagnar frelsi sínu sem frægur einstaklingur sem lék mikilvægum gögnum og er nú frjáls kona sem gengið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli.

Auglýsing

chelsea 2

Chelsea var sleppt úr herfangelsi í Fort Leavenworth, Kansas, á miðvikudag eftir að hafa verið inni í sjö ár af 35 ára dómi sem hún hlaut eftir að hafa lekið upplýsingum frá Bandaríska ríkinu til WikiLeaks.

Auglýsing

Aðrar myndir á Instagram sýna, þar sem hún fagnar frelsinu, hana sjálfa í hvítum Converse skóm og að skála í kampavíninu Dom Pérignon.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!