KVENNABLAÐIÐ

Dásamleg ástarsaga tveggja katta

Sönn ást! Allt frá því að Scottie sá Sophie í fyrsta skipti varð hann ástfanginn. Sophie er köttur sem var ættleiddur af fjölskyldu í Boston árið 2014. Eftir að hafa aðlagast heimilinu fór hún að fara út í ól með mannverunni sinni og líkaði það vel: „Ég man eftir því þegar ég fór að fara út með Sophie í fyrstu skiptin í ól. Scottie, nágrannakötturinn, fylgdist alltaf vel með en úr fjarlægð – frá lóðinni eða innkeyrslunni.“ Fyrstu nokkrar vikurnar hegðaði hann sér þannig, fylgdist með úr fjarlægð en var alltaf greinilega forvitinn um hvað Sophie væri að gera.

Auglýsing

kisa6

„Sophie var of upptekinn fyrir hann…en svo fór hann að koma nær og var eins og hann væri að bíða eftir að við myndum bjóða honum með. Sophie var nokkuð sama um hann og nennti ekki að sýna honum of mikla athygli.“

kisa3

kisa55

Eftir nokkrar vikur fékk Scottie nægt hugrekki til að kynna sig fyrir draumadömunni: „Þrákelni hans bar loksins árangur og fljótlega fór Sophie að bíða eftir honum í ævintýrum sínum og leyfði honum að sitja hjá sér,“ segir „mamma“ Sopie. Um leið og Sophie fer út í göngutúr kemur rauði kötturinn um leið!

kisa45

„Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að opna hurðina út á pall svo Sophie geti horft út. Oft er Scottie þar, hann situr á veröndinni sinni og horfir á hana. Þau eru svo sæt saman, allt sem Sophie gerir, gerir hann líka.“

Auglýsing

kisa4

Ef Sophie er að horfa á fuglabaðið, gerir hann það líka. Hann er eins og grár skuggi á eftir henni. Þau horfa á limgerðið á kvöldin og leika sér í garðinum.

kisa2

„Scottie er sæti strákurinn í næsta húsi. Allt sem hann vill er að eiga Sophie sem vinkonu…og stundum fá einn koss!“

Auglýsing

Chillin with Scottie before it pours.

A post shared by Sophie – Got Toe Fluff? (@sophielovestuna) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!