KVENNABLAÐIÐ

Nýjasta æðið: Fidget Spinner

Fidget spinners er nýjasta leikfangið á markaðnum sem hefur orðið ótrúlega vinsælt á skömmum tíma…næstum eins og jójóin í gamla daga. Bæði börn og fullorðnir hafa eignast slíka græju sem er í raun afar einföld eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikfangið er lítið og þríhyrnt og snýst um öxul sinn. Þú getur gripið það milli þumals og fingra og svo snýst það endalaust. En hvers vegna er leikfangið svona vinsælt?

fs2

Sagt er að leikfangið geti linað streitu og hjálpi einhverfu fólki og fólki með ADHD. Þrátt fyrir það eru engar rannsóknir sem styðja slíkt en Scott Kollins, klínískur sálfræðingur hjá Duke háskólanum segir: „Ég veit um svipuð leikföng sem hjálpa fólki með ADHD en engar vísindalegar rannsóknir segja að þetta virki. Ef sagt er að þetta hjálpi fólki með þessi heilkenni er það ekki að segja satt þar sem það er ekki stutt neinum rannsóknum.“

Auglýsing

Hægt er að leika ýmis trikk með spúninum, svo sem að henda honum, snúa eða bara að nota ímyndunaraflið. Eitthvað er hann að gera fyrir fólk þar sem vitað er að hann er uppseldur í Hagkaupum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!