KVENNABLAÐIÐ

Angelina Jolie eyddi mæðradeginum með einu barnanna sinna

Sjáðu hvernig Pax lítur út í dag! Í gærkvöld fór leikkonan Angelina Jolie út að fagna mæðradeginum með syni sínum Pax sem er orðinn 13 ára gamall. Aðdáendur hafa lýst yfir hversu hissa þeir eru á hvað hann er orðinn stór! Angelina leit afar vel út (eins og alltaf reyndar!) í svartri blúndu og í hælum. Fóru þau á Tao sem er virkilega flottur staður í Los Angeles ásamt lífvörðum.

Auglýsing

pax2

Pax var ættleiddur af leikkonunni frá Víetnam árið 2007 og er nú höfðinu hærri en hún. Hún lýsti honum einu sinni svona: „Hann er virkilega villtur…en hefur afar, afar stórt hjarta.“

Auglýsing

Í síðustu viku fór Angelina einnig út að borða með föður sínum Jon Voight en þau hafa ekki talað saman lengi, ásamt Zahara, 12 ára og tvíburunum Vivienne og Knox sem eru átta ára. „Krakkarnir voru með gjafir handa afa sínum og þau föðmuðust öll. Þau voru öll mjög glöð,“ sagði sjónarvottur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!