KVENNABLAÐIÐ

Höfðu dóttur sína heima í 11 daga eftir andlát hennar

Saga Ilse og James Fieldsend hefur vakið mikla athygli enda fóru þau óvenjulega leið að syrgja dóttur sína. Þau tóku lík hennar og fóru með það heim þar sem það var í 11 daga fyrir útförina: „Ég veit að sumum mun finnast þetta afar óvenjulegt, en fyrir okkur gekk þetta upp. Lík dóttur okkar átti heima hjá okkur, ekki í líkhúsi. Að hafa hana heima hjálpaði okkur að syrgja hana.“

Georgia var aðeins þriggja ára gömul. Hún hafði skyndilega fengið slagæðagúlp í heila og var haldið í öndunarvél. Talið var útilokað að hún myndi nokkurn tíma lifa það af og var sú ákvörðun tekin að slökkva á öndunarvélinni.

georg2

Auglýsing

Í dag má segja að dauðinn sé enn einhverskonar „tabú“ og má ekki ræða hann. Fyrir hundrað árum síðan lést fólk allajafna heima hjá sér og líkin voru á heimilum fólks fram að útför. Samkvæmt bresku samtökunum Dying Matters, sem eru samtök sem vilja opna umræðuna um dauðann, er það einungis nýlega að fólki fór að finnast eitthvað óeðlilegt við að sjá lík: „Eftir vöxt heilsugæslunnar og í ljósi þess hversu tæknin hefur vaxið fór fólk frekar að deyja á spítölum og dauðinn var ekki lengur hluti af samfélaginu,“ segir talsmaður samtakanna, Simon Chapman. Telur hann það hreinsandi fyrir alla að hafa lík ástvinar heima hjá sér: „Að eyða tíma með líkamlegum leifum ástvinar getur hjálpað heilmikið. Að sitja og spjalla við hann og segja bless er afar mikilvægt.“

georg6

Hvað varðar mál Georgiu litlu missti hún meðvitund í örmum móður sinnar í desember 2013 þegar fjölskyldan var á ferðalagi í Egyptalandi með yngri bróður hennar, Joshua. Farið var með hana í skyndi á spítala og síðan var hún flutt til London. Hún hafði slagæðagúlp sem læknar höfðu sjaldan séð og sprakk hann í heila hennar sem eyðilagði heilann. Á þeim fimm klukkutímum sem fjölskyldan hafði áður en slökkt var á öndunarvélinni ákváðu Ilse og James að gefa líffæri dóttur sinna til þeirra sem þurftu: Hjartalokur, augu, lifrina og nýrun. Bjargaði því Georgia litla fjórum lífum og fengu tveir ungir menn ný augu: „Þetta var auðvitað hryllilegt en við vissum að ef eitthvað myndi henda eitthvert okkar myndum við vilja gjafalíffæri, þannig ákvörðunin sem slík var ekki erfið. Áður en líffærin voru fjarlægð föðmuðum við hana og sögðum: „Þú gerir það sem þú þarft að gera.“ Við vissum að hún hefði viljað hjálpa þessu fólki.“

Eftir aðgerðina var farið með lík Georgiu í líkhúsið. „Ég var hrædd við að sjá hana þar. Ég hélt það myndi vera óhugnanlegt. En hún hafði gerviaugu undir augnlokunum þannig ekkert var hægt að sjá nema skurðinn frá brjósti niður að nafla. Hún var svo falleg.“

Eftir aðgerðina spurði útfararstjórinn á spítalanum hvort þau vildu taka hana heim: „Ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt en við James töluðum saman og við vissum strax að við vildum gera það. Það hafði ekki náð til okkar að hún væri í raun farin. Ég vildi bara fara með Georgiu heim, heim með okkur.“

Auglýsing

Foreldrarnir skrifuðu undir alla nauðsynlega pappíra og svo fékk Georgia að fara heim með þeim í líkbíl. Heimili fjölskyldunnar er fimm herbergja einbýli í Bramley og var hún í spítalarúmi. Þetta var á nýársdag árið 2014. „Útfararstjórarnir höfðu rétt hitastig á herberginu til að varðveita líkið sem best. Ég var hrædd um að ég væri að gera eitthvað hættulegt eða óheilsusamlegt en hitastigið átti að vera afar kalt. Það var vetur og við lokuðum herberginu og höfðum gluggann opinn. Líkami hennar var kaldur en hún leit út og ég fann að þetta var dóttir mín.“ Þau eyddu tíma með henni, James var með henni á daginn en Ilse svaf með henni á nóttunni. Þau töluðu mikið við hana, útskýrðu jarðarförina fyrir henni líkt hún væri á lífi.“

Í fyrstu ætluðu  þau ekki að láta Joshua sjá lík systur sinnar en hann barði á dyrnar og vildi hitta hana. Þau sögðu honum ekki að hún væri látin heldur sofandi. Svo lásu þau fyrir systkinin.

georg4

Sumir vina þeirra vildu sjá Georgiu, aðrir vildu muna hana eins og hún var: „Enginn gagnrýndi mig en stundum fannst mér fólk horfa á mig eins og ég vissi ekki hvað ég væri að gera. Þú getur hinsvegar ekki dæmt fyrr en þú hefur verið í þessum sporum.“ Einungis litlar breytingar urðu á útliti Georgiu á þessum tíma. Húðin varð þurr en engin lykt. Þau báru á hana húðkrem og þvoðu henni hárið.

Georgia var svo lögð til hinstu hvílu þann 11. janúar 2014. Foreldrarnir eru þakklátir fyrir þann auka tíma sem þeir eyddu með dóttur sinni: „Okkur leið eins og við værum að vernda hana til enda. Þetta var okkar leið til segja bless og var afar fallegt.“

Heimild: The Telegraph

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!