KVENNABLAÐIÐ

Gwen Stefani og Blake Shelton á barmi skilnaðar

Voice stjörnurnar Gwen Stefani og Blake Shelton eru að ganga í gegnum afar erfiða tíma. Fyrrum eiginmaður Gwen, Gavin Rossdale, hefur nú áhyggjur af því hvernig hugsanlegur skilnaður muni fara með börn þeirra Gwen, en þau Gavin og Gwen eiga þrjá stráka saman.

„Strákarnir eru mjög nánir Blake,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Life & Style. „Gavin hefur áhyggjur af því að annar skilnaður mini fara illa með þá. Hann vill setjast niður með Gwen og Blake til að ræða hlutina.

Auglýsing
Gavin, Gwen og Mindy
Gavin, Gwen og Mindy

Þetta yrði án efa áhugavert spjall þar sem Gavin er um að kenna að hafa skilið við Gwen á sínum tíma. Þegar þau skildu kom í ljós að hann hafði haldið við barnfóstru þeirra í þrjú ár, Mindy Mann. Í raun var það svo alvarlegt að rokkarinn fór af spítalanum þegar Gwen hafði eignast þriðja barnið til að stunda kynlíf með Mindy.

Auglýsing

Í fyrra sagði Gavin að hann vildi gleyma „öllu drama“ og sagðist þurfa að halda áfram með líf sitt og einbeita sér að stráknunum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!