KVENNABLAÐIÐ

Hvernig á að þekkja fæðingarbletti sem gætu verið hættulegir: Myndband

Með árunum myndast fæðingarblettir og geta þeir komið í öllum stærðum og gerðum. Ekki allir eru hættulegir, flestir eru í raun meinlausir. Hvernig er þó hægt að bera kennsl á sortuæxli? Allar smávægilegustu breytingar gætu verið slæmar. Í raun er húðkrabbamein næstalgengasta krabbamein fólks undir fimmtugu.

Sortuæxli er læknanlegt og verður að bera kennsl á það sem fyrst til fjarlægingar. Ef hægt er að ná fæðingarblettinum sem orsakar það væri hægt að fjarlægja meinið allt. „Margir eru hræddir við að láta ahuga sig,“ segir Dr. David Fisher, framkvæmdastjóri Melanoma Program á spítalanum Massachusetts General. „Þetta er eitt af því sem fólk óttast og afneitar oft. Það vill frekar ekki vita heldur en að vita að það hafi eitthvað sem hræðir það. Málið er samt að í sex af sjö tilfellum er hægt að fjarlægja meinið á einfaldan hátt sé það uppgötvað nógu snemma.“

Auglýsing

Hér er fróðlegt myndband sem sýnir hvaða fæðingarbletti skal fylgjast með og láta athuga hafi fólk áhyggjur:

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!