KVENNABLAÐIÐ

Björk segir að við eigum að hætta á Facebook og fara út í göngutúr

Í nýju viðtali Pitchfork við söngkonuna Björk segir hún, merkilegt nokk, að við eigum að „logga okkur út“ af Facebook: „Kannski eru fullt af krökkum núna sem vita ekki hvernig á að labba í skóginum og gera venjulega hluti utandyra.“ Björk sem hefur alltaf verið á undan í allri tækni og blandar saman sköpunargáfunni við tæknina, er kannski ólíklegur talsmaður þessa, en það er vissulega svo að þegar hún talar, þá hlustar fólk.

Auglýsing

„Þú ert kannski á Facebook í langan tíma og þá færðu á tilfinninguna að þú hafir borðað þrjá hamborgara. Þú veist að það er rusl. Ég ráðlegg vinum mínum: Farðu í klukkutíma göngutúr, komdu til baka og sjáðu hvernig þér líður þá.“

Auglýsing

Björk segir einnig að hún sakni þess að búa á Íslandi og sjái eftir að „vera ekki að lifa í grænni orku og rækta sitt eigið grænmeti.“ Henni finnst þó tæknin ekki vera af hinu vonda og segir að VR (Virtual Reality) eða sýndarveruleiki sé hluti tækninnar sem sé kynjabaráttunni í vil: „Það sem er spennandi við sýndarveruleikann er að hann er ekki hluti af valdaskipan feðraveldisins. Það eru svo margar stelpur í því núna. Ég hef gert sjö eða átta myndbönd núna og það er svo mikið af konum í því. Ég vona að það sé spegill á því sem koma skal, þar sem strákar og stelpur eru jafnari en áður.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!