KVENNABLAÐIÐ

10 ára stúlka lýsir ótrúlegri viðureign sinni við krókódíl sem réðist á hana

Þessi hugrakka 10 ára stúlka hefur nú ratað í heimsfréttirnar eftir að hafa náð að sleppa frá krókódíl sem réðist á hana í Orlando um síðustu helgi, um 40 km frá Disney World. Juliana Ossa vissi hvað hún þyrfti að gera til að bjarga lífi sínu: „Ég var í vatninu og það var vondur þriggja metra krókódíll sem beit í fótinn á mér. Ég reyndi að berja hann til að sleppa en það gekk ekki.“

Auglýsing

Það sem varð henni til bjargar var að hún hafði farið í skemmtigarðinn Alligator World og mundi hvað hún hafði lært þar ef krókódíll réðist á hana: „Ég setti tvo fingur upp í nasirnar á honum, þannig hann gat ekki andað. Þannig sleppti hann mér og ég komst í burtu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!