KVENNABLAÐIÐ

„2 Cool for Europe“ – Svala og lykilfólkið hennar

Snillingarnir þau Ásgeir Hjartarson og Bergþóra Þórsdóttir hafa að undanförnu haft í nægu að snúast en þau sáu um hár og förðun Svölu Björgvins í Eurovision keppninni og er óhætt að segja að Svala hafi verið með allra glæsilegasta móti í gegnum alla keppnina.

18342229_10155412826510536_3378215907277565260_n
Flott förðun og glæsileg greiðsla!

Ásgeir póstaði ljósmynd á Facebook nú í kvöld þegar ljóst var að Svala hefði ekki náð inn í aðalakeppnina með lag sitt Paper.

Screen Shot 2017-05-09 at 23.26.53
Bergþóra og Ásgeir

Ásgeir skrifaði á Facebook með myndinni: „2 cool for Europe“ og við tökum undir það og þökkum Svölu fyrir sitt framlag og frábæra frammistöðu.

18403126_10155414013895536_4217966170518855684_n

Á myndinni eru ásamt þeim Ásgeiri og Bergþóru þau Stella Rósenkranz, Einar Egilsson og auðvitað drottningin sjálf Svala Björgvins …

Auglýsing

18341888_10155396652930739_9165979017972042909_n

Þau Ásgeir og Bergþóra eru bæði hárgreiðslumeistarar og að auki er Bergþóra listförðunarfræðingur og Airbrush HD artist og með alþjóðleg kennararéttindi og reka þau hjónin einn vinsælasta förðunarskóla landsins.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!