KVENNABLAÐIÐ

Hundur Dolly Parton kom í veg fyrir sjálfsvíg hennar

Söngkonan dáða, Dolly Parton, hefur nú upplýst í nýrri bók að hún hafi verið afar nálægt því að fremja sjálfsvíg eftir að hafa haldið framhjá eiginmanni sínum til margra ára, Carl Dean.

Dolly og Carl
Dolly og Carl
Auglýsing

Dolly, sem nú er orðin 71 árs, skrifaði um atvikið í sjálfsævisögu sinni, Dolly on Dolly, að hún hafi verið afar þunglynd eftir að hafa hætt sambandi við manninn sem ekki var eiginmaður hennar: „Ég sat í svefnherberginu mínu einn eftirmiðdag þegar ég tók eftir byssunni minni sem ég hafði mér til varnar. Ég tók hana upp og horfði á hana góða stund….litli hundurinn minn, Popeye, kom svo hlaupandi upp stigann. Hljóðið í loppunum hans, þetta „tap-tap-tap“ snaraði mér aftur inn í veruleikann og ég fraus. Ég lagði byssuna frá mér. Svo fór ég á hnéin og bað. Ég í raun trúi því í dag að Popeye hafi verið sendiboði frá Guði.“

Dolly með Popeye sem nú er látinn
Dolly með Popeye sem nú er látinn
Auglýsing

Dolly viðurkennir að hafa verið í opnu sambandi (án kynlífs) með Carl sem hún hefur verið gift í hálfa öld. Hefur hún ekki gefið upp hvaða manni hún var með en dagblaðið The Sun telur að það hafi verið Greg Perry, sá sem framleiddi plötuna hennar “The Best Little Whorehouse in Texas,” árið 1982.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!