KVENNABLAÐIÐ

Hannah Baker mun einnig verða í annari seríu 13 Reasons Why

Heyrst hefur að verið sé að skrifa seríu 2 af 13 Reasons Why og þó enn sé það óstaðfest formlega er næsta víst að Hannah Baker, aðalpersónan úr fyrstu seríunni, verður einnig í þeirri næstu. Handritshöfundurinn Brian Yorkey segir í viðtali við The Hollywood Reporter að saga Hönnu sé alls ekki búin: „Hún er ómissandi hluti af næsta kafla sögunnar, og hún er svo sannarlega í miðjunni ennþá.“ Sagði hann einnig að samtvinnuð fortíð og nútíð hafi verið í lykilhlutverki í fyrstu seríunni og muni vera það áfram. Hannah mun því sennilega koma fram að miklu leyti í næstu seríu.

Auglýsing

Hannah talaði í segulböndunum í fyrstu seríunni – sagði sína eigin sögu – þannig giskað er á að við fáum að sjá Hönnuh frá sjónarhornum annarra persóna í þáttunum. Spennandi, enda hafa þættirnir algerlega slegið í gegn, þrátt fyrir óhugnaðinn.

Heimild: Elle.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!