KVENNABLAÐIÐ

Mama June í Baywatch myndatöku eftir þyngdartap

Mama June og frægðin: Hún er komin niður í 62 kíló og fagnar því með sundbolamyndatöku í Baywatch-stíl. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem hún fer í þannig myndatöku en þegar hún var sem stærst fór hún líka. Skemmst er frá því að segja að hún er töluvert ólík þeirri konu í dag, enda vó hún þyngst 208 kíló! Var hún í stærð 18 en í dag er hún í stærð 4. Hefur hún farið í hjáveituaðgerð, brjóstaaðgerð, aðgerð til að fjarlægja aukahúð, og einnig hefur hún farið í aðgerð á upphaldleggjum og hálsi.

mama jún2

 

mama jún4