KVENNABLAÐIÐ

Fyrsta viðtal Brad Pitt síðan skilnaðurinn átti sér stað

Hvorki Brad Pitt né Angelina Jolie hafa tjáð sig opinberlega um skilnaðinn né ástæður hans…fyrr en núna. Hinn 53 ára leikari rýfur nú þögnina í tilfinningaþrungnu viðtali við GQ Style þar sem hann segir frá meðferðinni sem hann er í, að drykkjan hafi verið orðin vandamál og að fjölskylda hans hafi verið „rifin í sundur.“

Brad segir að hann hafi verið heima hjá sér um hríð í Hollywood Hills, Kaliforníu og segir að hann sé einmana, en hafi bolabítinn sinn Jacques hjá sér sem hann elskar mikið. Segir Brad að hann og Angelina séu að vinna í umgengnisplani fyrir börnin þeirra sex , Maddox, 15, Pax, 13, Zahara, 12, Shiloh, 10 og tvíburana sem eru átta ára, þau Vivienne og Knox.

Auglýsing

„Ég var á bakinu og hlekkjaður við kerfi þegar hringt var á barnaverndaryfirvöld,“ segir Brad en hann var hreinsaður af öllum ásökunum þess efnis í nóvember í fyrra. „Og veistu hvað, eftir að við [Angelina] gátum farið að vinna saman var það það besta sem gat gerst. Ég heyrði einn lögfræðing segja: „Enginn vinnur í réttarsalnum – þetta snýst um hver fær verri skrámur.“ Og það virðist vera rétt, þú ert kannski að vinna í svona máli í heilt ár, af hverju þú hefur rétt fyrir þér og hinn rangt og það er bara fjárfesting í nöpru hatri.“

Brad segir að þau Angelina séu einbeitt og vilji ekki búa til blóðugt forræðismál: „Ég bara þverneita. Sem betur fer er hún sammála. Það er mjög sárt fyrir börnin að fjölskyldan sé svona rifin í sundur. Ef hægt er að gera þetta einhvernveginn er það með kærleik og varkárni og þarf að byggja allt í kringum það. Markmið okkar er að verða sterkara og betra fólk – það er engin önnur útkoma.“

braad2

Brad segist sjá þetta hjá vonum sínum: „Ég sé þegar fólk vill ekki sjá sinn hlut í málum og er enn að keppa við hitt og vill eyðileggja það – vill vinna með eyðileggingunni og eyða árum í hatur. Ég vil ekki lifa þannig.“
Brad viðurkennir einnig að hafa vilja halda áfram sambandinu: „En þá kemur gamla klisjan inn – ef þú elskar einhvern, gefðu honum frelsi. Nú veit ég hvað það þýðir. Með því að líða þannig. Það þýðir að elska án skilyrða. Það þýðir að búast ekki við neinu í staðinn.“

Auglýsing

Áður leyfði Brad vinnunni að hafa forgang fram yfir börnin: „Börn eru svo viðkvæm. Þau eru eins og svampar. Þau þurfa að haldið sé í höndina á þeim og hlutirnir útskýrðir. Það þarf að hlusta á þau. Svo þegar ég verð svona upptekinn heyri ég þetta ekki. Ég vil verða betri í því.“ Allt sem han óskar sér er að vera „meira“ fyrir börnin sín: „Ég er alinn þannig upp að ef maður fékk skrámu átti ekki að tala um það, maður átti bara að halda áfram. Það er neikvæða hliðin ef hið sama gildir um tilfinningar. Ég er hálf þroskaskertur þegar kemur að tilfinningum. Ég er mun betri í að hylja þær. Ég er alinn upp við að pabbi veit alltaf best. Hann er alvitur, súpersterkur – í stað þess að þekkja þennan mann og vita allt um hvernig hann efast um sig og hvernig hann á í baráttu. Og það sló mig í andlitið þegar við skildum. Ég þarf að vera meira. Ég þarf að vera þarna fyrir þau. Ég þarf að sýna þeim. Og ég hef ekki verið nógu góður í því.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!