KVENNABLAÐIÐ

Tristan Thompson tekur sér pásu frá Khloe Kardashian

Þau virtust svo hamingjusöm: Khloe Kardashian fékk að heyra frá kærastanum að hann ætli að taka sér pásu frá sambandinu en hann spilar körfubolta með Cleveland Cavaliers. Er nú leiktíð að fara af stað og segir hann það vera ástæðuna. En svo gæti verið annað í spilinu – MediaTakeOut.com segir að Tristan hafi verið að hitta barnsmóður sína í leyni en þau eignuðust son þann 12. desember síðastliðinn: „Það eru líkur á að hann sé að taka aftur saman við Jordan Craig.“

Auglýsing

Khloe hefur verið að eyða um 50.000 dollurum á viku í Tristan – hún eys hann gjöfum, fer með hann í partý – allt til að sýna hversu mikið hún elskar hann. Hann er þó ekki nógu heillaður og vill slaka á. Samkvæmt heimildarmanni Radar.com er „Tristan rétt að venjast því að vera pabbi og Khloe er að ýta honum út í trúlofun og giftingu sem er opinber með öllu því sem tilheyrir því að vera Kardashian.“

Auglýsing

Fjölskylda Tristans hefur þrábeðið hann að íhuga vandlega samband sitt við Khloe og því lífi sem hún lifir. Á hinn bóginn hefur Khloe ekki farið leynt með ást sína og segir að hún sé að bíða eftir bónorði. Segir hún að hún hafi aldrei kynnst ást af þessu tagi áður, í viðtali við ES Magazine: „Ég myndi elska að eignast fjölskyldu…við höfum talað um það. Hann er nú þegar pabbi og ég veit hann myndi verða æðislegur pabbi.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!