KVENNABLAÐIÐ

Coco og Ice-T á leið aftur á skjáinn!

Fyrirsætan Coco Austin hefur nú gefið út tilkynningu þess efnis að hún og eiginmaðurinn, Ice-T ætli að búa til nýjan sjónvarpsþátt. Hjónin sem eru 38 ára og 59 (hún er yngri!) ætla að einblína á foreldrahlutverkið í nýju þáttunum en dóttir þeirra Chanel Nicole er eins árs gömul: „Konur þurfa að tala, þæt þurfa að opna sig og taka umræðuna, og ég er hér til staðar fyrir þær,“ segir Coco við Hollywood Life. „Þetta verður mömmuþáttur, um konur, tattoo og allt þetta góða!“

Auglýsing

Í síðasta mánuði opnaði stjarnan sig um brjóstagjöf: „Aðal spurningin sem ég fæ frá konum er hvort ég sé enn með Chanel á brjósti. Svarið er já. Hún er 15 mánaða og í fínu formi.“

coc2

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Coco og Ice-T eru á skjánum eins og aðdáendur vita. Raunveruleikaþátturinn Ice Loves Coco var á skjánum frá 2011 til 2013.

Auglýsing

„Ég fæ endalausar spurningar á vefsíðunni minni. Mömmur vilja vita ræktarrútínuna mína, hvaða bleyjur ég nota fyrir Chanel og öll smáatriði. Ég skrifa ekki bara blogg, heldur svara endalausum spurningum!“ segir Coco.

Það verður spennandi að sjá þessa nýju þætti!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!