KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian vandar Caitlyn Jenner ekki kveðjurnar

Kim Kardashian heimsótti Ellen í vikunni og ræddi hversu mikið Kim telur sig hafa breyst eftir ránið í París. Einnig útskýrði Kim sína hlið á sambandinu við Caitlyn Jenner og nýútgefinni bók hennar,The Secrets of My Life. Caitlyn heldur því fram að hún sjálf hafi komið með hugmyndina að þáttunum Keeping Up With the Kardashians og að Kris Jenner hafi haft „alger“ fjárhagsleg yfirráð yfir Caitlyn.

Auglýsing

„Hjarta mitt brestur vegna mömmu,“ segir Kim við Ellen. „Af því, þú veist, hún hefur gengið í gegnum svo margt og svo er Caitlyn að kynna bókina og að segja alla þessa hluti, og ég bara tel það ekki nauðsynlegt, veistu. Mér finnst það ósanngjarnt og hlutirnir eru ekki sannir.“

Ellen spyr Kim hvort Caitlyn sé ekki heiðarleg og Kim neitar því: „Ekki með suma hluti varðandi mömmu og þú veist aðra hluti. Ég meina, það hefur tekið hana mjög langan tíma að vera heiðarleg við sig sjálfa svo ég býst ekki við að hún geti verið heiðarleg, með mömmu núna, þetta er bara svo særandi. Ég vil óska henni allrar velgengni í heiminum, bara ekki á okkar kostnað.“

Auglýsing

Þær einu sem hafa samband við Caitlyn eru Kendall og Kylie, en þær eru dætur hennar. Kim segist alltaf þakklát fyrir uppeldið og að hún hafi kennt henni mikið: „Ég vil bara að hún þurfi ekki að segja sögu sína þannig að hún sé að benda á annað fólk. Það er ekki smekklegt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!