KVENNABLAÐIÐ

Ný heimildarmynd um Whitney Houston varpar ljósi á einkalíf hennar

Vangaveltur um kynhneigð söngkonunnar sálugu, Whitney Houston, eru til staðar í nýrri heimildarmynd sem kallast Whitney: Can I Be Me, en hún var frumsýnd á Tribeca kvikmyndahátíðinni í vikunni. Þar er fjallað um samband hennar við aðstoðarkonuna og bestu vinkonu, Robyn Crawford. Stílistinn Ellin Lavar segir í myndinni: „Ég held ekki að Whitney hafi verið samkynhneigð, ég held hún hafi verið tvíkynhneigð. Robyn bauð upp á öruggan stað hjá henni…og þarf fann Whitney öryggi og ró.“

a wi 3

Auglýsing

Whitney og Robyn hittust í East Orange, New Jersey, sem unglingar og urðu óaðskiljanlegar. Sögusagnir áttu sér stað í gegnum árin, meira að segja þegar Whitney var gift Bobby Brown. Kevin Ammons fyrrum lífvörður hjónanna segir í myndinni að þær hafi verið „óaðskiljanlegar. Þær áttu þannig samband að Bobby gat aldrei slitið þær í sundur. Hann vildi það þó, vildi vera karlmaðurinn í sambandinu.“

whitn
Robyn er lengst til hægri á myndinni

Annar fyrrum lífvörður, David Roberts, sagði að Bobby og Robyn hefðu „barist um ástir hennar“ (Whitneyar) þar til Robyn fékk nóg og hvarf úr lífi þeirra árið 1999, eftir að Whitney fór í My Love is Your Love tónleikaferðalagið.

„Það var botninn fyrir Whitney,“ segir Ellen Lavar. „Robyn var sú sem hélt henni gangandi.“

Auglýsing

Er myndin gerð í óþökk nokkurra aðstandenda Whitneyar: Bobby Brown neitaði þátttöku, móðir hennar Cissy og einnig Robyn Crawford. Reyndu þau einnig að koma í veg fyrir að myndin yrði sýnd, segir leikstjóri myndarinnar, Nick Broomfield. Bræður Whitneyar taka þátt í myndinni og systir hennar Tina.

Whitney Houston

Eins og vitað er fannst söngkonan látin þann 11. febrúar 2012 á hótelherbergi. Hún var úrskurðuð látin stuttu seinna og var dánarorsökin slys af völdum eiturlyfjanna kókaíns og kannabis ásamt lyfseðilsskyldum lyfjum.

Verður heimildarmyndin sýnd á Showtime í ágúst 2017.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!