KVENNABLAÐIÐ

Ný 230.000 króna Balenciaga taska lítur út eins og Ikea poki!

Tískufyrirtækið Balenciaga hefur nú gefið út nýja tösku…verst er þó að aðdáendur IKEA geta ekki horft á hana hlutlausum augum því hún lítur alveg eins út og klassískur Ikea-poki. Verðmiðinn á Balenciaga töskunni er 234.000 íslenskar en Ikea pokinn kostar um 200 kall. Báðir burðarpokarnir eru í sama bláa lit og eru svipað stórir.

Auglýsing

Ikea pokinn er úr endurunnu plasti en hinn úr „glansandi leðri.“ Talsmaður Ikea sagði: „Við erum mjög upp með okkur að nýja Balenciaga taskan líkist Ikea pokanum okkar sem kostar 99 sent. Það er fátt sem kemur í stað stórs blás poka!“

Balenciaga hefur ekki enn tjáð sig um málið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!