KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi barnfóstra kærir Mel B fyrir meiðyrði

Lorraine Gills, fyrrverandi barnfóstra Mel B og Stephen Belafonte, hefur kært hana fyrir meiðyrði en Mel segir hana hafa átt í kynferðislegu sambandi við Stephen í sjö ár. Sótti Mel um skilnað frá Stephen í síðasta mánuði eftir 10 ára hjónaband, eins og Sykur hefur greint frá.

Mel og Stephen eru í forræðisdeilu en Mel á þrjár dætur, þ.m.t. eina með honum. Fékk hún nálgunarbann á Stephen og Lorraine. Ásakaði hún Stephen um að gera hana ólétta.

Auglýsing

Lorraine segir Mel B hafa eyðilagt mannorð sitt og kallað hana „vændiskonu og fjárkúgara,“ og að hún hafi rústað hjónabandi þeirra. Mel segir að hún hafi verið barnaleg og forvitin 18 ára stelpa sem hafi heillast af áfengi, frægð og kynlífi. Hvorki Mel né Stephen hafa brugðist við þessum ásökunum.

Lorraine segist hafa elskað Mel og þyki enn vænt um börnin hennar en finnist hún svikin af henni vegna falskra ásakana.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!