KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner ætlar „aldrei aftur“ að sofa hjá konum

Caitlyn Jenner á sex börn með þremur konum en stjarnan mun sennilega ekki sofa hjá fleiri konum á lífsleiðinni ef marka má nýju bókina hennar The Secrets of My Life, en þar segir hún frá kynleiðréttingunni frá íþróttamanninum Bruce til konunnar Caitlyn árið 2015. Segir Cait að hún hafi aldrei sett kynlíf í fyrsta sæti hjá sér, ekki einu sinni sem karlmaður.

Auglýsing

„Af mikilvægustu hlutum í lífi mínu er kynlíf fyrir neðan botninn…og hefur verið þannig lengi,“ segir Cait sem er 67 ára. „Framtíðareiginkona? Jú, ég hugsa um það. Kynlíf með konu? Ekki að fara að gerast, að minnsta kosti ekki núna og kannski aldrei aftur.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að hafa ekki fundið fyrir löngun til að sofa hjá karlmönnum segist hún opin fyrir hugmyndinni: „Kannski mun allt breytast þegar ég hef farið í lokastig aðgerðarinnar. Að taka burtu hið síðasta karlmennskutákn gæti látið mér líða öðruvísi.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!