KVENNABLAÐIÐ

Janet Jackson birtir fyrstu myndina af syni sínum

Í miðjum skilnaði við eiginmann sinn Wissam Al Mana gefur frumbyrjan Janet Jackson sér tíma til að sinna móðurhlutverkinu. Birti hún þessa fallegu mynd af syni þeirra, Eissa, en hann er þriggja mánaða gamall. Er um að ræða „selfie“ og er litli engillinn í miðjum geispa! „Ég og barnið eftir blund,“ stendur við myndina og flæddu hamingjuóskir aðdáenda vegna myndarinnar. Janet er fimmtug að aldri og var gift Wissam í fjögur ár. Þau skildu þegar barnið var nýkomið í heiminn.

„Þau fóru sitt hvora leiðina eftir að barnið fæddist. Menningarmismunurinn er mikill og varð enn augljósari eftir að Eissa fæddist. Þau koma úr mjög mismunandi heimum,“ segir vinur stjörnunnar í viðtali við People.

Þau hafa þó ákveðið að halda vinskapnum og ala barnið upp saman, en Janet kemur til með að búa í Bretlandi.

My baby and me after nap time.

A post shared by Janet Jackson (@janetjackson) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!