KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner laus og liðug: Daðrar og skemmtir sér án Tyga

Fegurðardísin og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er hætt með kærastanum Tyga til eins og hálfs árs eins og Sykur hefur greint frá. Hún er nú aftur komin á markaðinn og lét til sín taka í partýi bestu vinkonu sinnar Stassie Karanikolaou fatafrumsýningu Pretty Little Thing  fatalínunnar í The Phoenix, Los Angeles, síðastliðið þriðjudagskvöld.

Auglýsing

Hin 19 ára mætti með stæl og þeyttist á dansgólfið með vinum sínum og ekki var að því að spyrja – karlmennirnir flykktust að henni: „Partýið byrjaði reyndar illa þar sem mikil sena var á baðherbergjunum þegar einhverjum gaur var hent út úr kvennaklefanum. Öryggisgæslan var mikil og allir voru að dansa,“ segir sjónarvottur.

Á sama tíma átti Tyga – fyrrverandi Kylie – ekki jafn góðan dag og var fluttur á lögreglustöð grunaður um akstur undir áhrifum.

Auglýsing

Kylie sem hefur fengið sinn eigin raunveruleikaþátt á E! hafði ekki áhyggjur af því en talaði við fullt af vonbiðlum í partýinu: „Gaurar féllu um sjálfa sig til að ná tali af henni og vinir hennar voru mjög varkárir. Einn náði þó athygli hennar og spjölluðu þau saman meðan á skemmtiatriðum stóð.“

Vonandi gengur Kylie vel í leitinni!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!