KVENNABLAÐIÐ

Stúlka fannst þar sem hún lifði með öpum

Indversk lögregluyfirvöld leita nú allra leiða til að bera kennsl á stúlku sem fannst í skóginum þar sem hún bjó með öpum. Áætlað er að hún sé 10-12 ára gömul en hún gat ekki tjáð sig með orðum. Hún var ekki í neinum fötum þegar hún fannst og var afar vannærð. Var hún flutt á spítala í Bahraich í norðurhluta Indlands þegar hún fannst í janúar á þessu ári.

Auglýsing

Stúlkan hegðaði sér eins og dýr og hljóp á fjórum fótum. Át hún mat af gólfinu með munninum eins og dýr gera, segir D.K. Singh, sem hefur yfirumsjón með stúlkunni á spítalanum: „Hún talar ekki enn en skilur það sem þú segir við hana og svo brosir hún stundum,“ sagði hann.

Nokkrir skógarhöggsmenn sáu stúlkuna þar sem hún var með öpum. Þegar þeir reyndu að bjarga henni snerust aparnir henni til varnar. Seinna var henni bjargað af lögreglumanni sem var á skógarsvæðinu: „Hann kallaði á hana en aparnir réðust á hann. Honum tókst samt að bjarga henni og tók hana í bílinn. Aparnir eltu lögreglubílinn þegar hann keyrði í burtu.“

Auglýsing

Lögreglan reynir nú að auðkenna stúlkuna, hvernig hún varð viðskila við fjölskyldu sína og hverjir foreldrar hennar eru. Hefur hún verið send á fósturheimili þar til það tekst.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!