KVENNABLAÐIÐ

Barnapía Mel B sést í fyrsta sinn opinberlega eftir ásakanir um að hún hafi orðið ólétt eftir Stephen Belafonte

Kryddpían Mel B hefur sótt um nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn til 10 ára eins og Sykur hefur greint frá. Þar á meðal eru ásakanir Mel um að eiginmaðurinn hafi gert barnapíuna Lorraine Gills ólétta. Systir Lorraine, Jacqueline Baartz, hefur tjáð sig um málið en segir að hún geti ekki staðfest ásakanirnar.

barnap3

 

Mel B, Stephen og Lorraine árið 2016
Mel B, Stephen og Lorraine árið 2016

Lorraine var barnfóstra Mel B og Stephen í sjö ár. Samkvæmt dómsskjölum Mel B varð hún ófrísk eftir eiginmanninn. Sagði Mel að þau hefðu verið að sofa saman og hún orðið ófrísk eftir það.

Auglýsing

barnap6

Lorraine fór út að labba með hundinn sinn í Los Angeles og náðu blaðaljósmyndarar myndum af henni. Á meðan hjónabandinu stóð sagði Mel B að þau hefðu átt í ástarsambandi. Systir hennar áðurnefnd sagði að Lorraine hefði skrifað undir samning sem hindraði hana í að segja nokkuð: „Hún skrifaði undir samning sem meinar henni að tala um það sem gerðist. Ef þessi óléttusaga hefði verið sönn hefði ég vitað af því. Ég myndi hafa vitneskju um það.“

barnap4

Systir Lorraine sem býr í Þýskalandi segir að ekkert sé hæft í þessum ásökunum Mel B. Mel rak Lorraine, sem er 26 ára gömul, í september árið 2016 í fríi fjölskyldunnar til Ibiza.

barnap 2

Á þessum myndum er hún með börnum Mel, Angel Iris, 18, Angel,9, og Madison, 5.

barnap7

Auglýsing

barnap8

barnap5

Systir hennar segir að Lorraine hafi ekkert nema gott um fjölskylduna að segja. Mel B segir að Lorraine hafi orðið ólétt vorið 2014 og Stephen hafi viljað að þau þrjú myndu ala barnið upp. Lorraine hefur ekki sést opinberlega fyrr en nú, en búist er við að hún sé í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum Michael Bleau. Þau giftu sig árið 2016.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!