KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner fær sinn eigin spjallþátt: Kris Jenner brjáluð

Caitlyn heldur nú á nýjar lendur og mun það líklega valda því að hennar fyrrverandi, Kris Jenner, sjái það sem samkeppni. Caitlyn hefur hafið viðræður um nýjan spjallþátt sem mun einblína á aðra þætti en spjallþáttur Kris var tekinn af dagskrá þar sem um lítið áhorf var að ræða. „Spjallþátturinn mun fjalla um LGBT réttindi en líka um stjórnmál,“ segir nafnlaus heimildarmaður. „Hún ætlar ekki eingöngu að fylla þáttinn af stjörnum heldur verður „venjulegt fólk“ þátttakendur.“

Auglýsing

Þáttur Caitlyn I Am Cait hefur verið tekinn af dagskrá en Cait mun gefa út ævisögu sína The Secrets of My Life, þann 25. apríl næstkomandi. Nú leggur hún megináherslu á að þátturinn verði vinsæll….og hefur hann sennilega alla burði til þess!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!