KVENNABLAÐIÐ

Hollenskir karlmenn leiðast til að sýna samstöðu gegn ofbeldi gegn samkynhneigðum

Frábært framtak hjá Hollendingum! Sex ungir karlmenn voru teknir til yfirheyrslu um helgina vegna ofbeldisverks framið á samkynhneigðu pari í hollensku borginni Arnhem snemma á sunnudagsmorgun síðasta. Fórnarlömbin héldust í hendur þegar á þá var ráðist og Ronnie Sewratan-Vernes missti fjórar tennur og var með bólgna vör á meðan Jasper Vernes-Sewratan rifbeinsbrotnaði.

Parið sagðist oftast ekki opinbera sambandið sitt á þennan hátt en þeir hefðu ákveðið að leiðast eftir að hafa verið úti að djamma. Til að bregðast við árásinni ákvað þingmaðurinn Alexander Pechtold, leiðtogi þingflokksins D66 og annar flokksmeðlimur, Wouter Koolmees, að leiðast til að sýna parinu stuðning. Þeir leiddust í Haag til að mynda nýja ríkisstjórn.

Auglýsing

 

Blaðakonan Barbara Barend tvítaði til allra og hvatti fólk til að leiðast á almannafæri til að sýna stuðning. Karlmenn tóku sérstaklega við sér og leiddust og tóku myndir undir kassamerkinu #handinhand. Sagði hún að skólar ættu að kenna að samkynhneigð sé eðlileg og hvatti hún samkynhneigða kennara til að láta til sín taka.  


Hollendingar hafa hingað til verið afar ánægðir með hversu frjálslyndir þeir eru og hafa lítinn áhuga á að breyta því. Margir þingmenn fordæmdu árásina, m.a. forsætisráðherrann Mark Rutte.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!