KVENNABLAÐIÐ

Lítil stúlka svarar fyrir sig á frábæran hátt!

Stolt móðir hefur deilt færslu á Facebook af dóttur sinni sem náði að svara afgreiðslukonu áður en hún gat gert það…og henni hefur verið deilt meira en 200.000 sinnum! Brandi Benner tók Sophiu dóttur sína að versla verðlaun en hún var búin að vera dugleg að nota koppinn í heilan mánuð. Þegar kom að því að borga ávarpaði afgreiðslukonan, sem Brandi sagði hafa verið „eldri konu“ Sophie og gaf í skyn að Sophie hafi valið „ranga“ dúkku.

Auglýsing

 

Sophie með dúkkuna
Sophie með dúkkuna

Brandi varð pirruð vegna samskiptanna en Sophie höndlaði þau á aðdáunarverðan hátt: „Afgreiðslukonan spurði hvort Sophie væri að fara í afmælisveislu. Við horfðum báðar á hana í spurn. Þá benti hún á dúkkuna en við skildum hana ekki. Hún spurði þá hvort Sophie hafi ætlað að gefa vinkonu sinni dúkkuna. Sophie starði bara á hana og ég sagði að hún hefði valið dúkkuna í verðlaun fyrir að nota koppinn. Þá sagði konan við Sophie: „Ertu viss um að þetta sé dúkkan sem þú viljir, elskan?“ Sophie svaraði: „Já, takk!“

Auglýsing

Afgreiðslukonan sagði: „En hún líkist þér ekki. Við höfum fullt af dúkkum sem líkjast þér meira.“

Brandi reiddist en áður en hún gat sagt nokkuð sagði Sophie: „Jú, hún líkist mér víst. Hún er læknir eins og ég er læknir. Ég er falleg og hún er falleg. Sérðu hvað hún er með fallegt hár? Og sérðu hlustunarpípuna hennar?“

Sem betur fer sagði afgreiðslukonan ekki meira en: „Já, það er flott.“ Brandi hélt áfram: „Þessi reynsla sýnir mér að við erum ekki fædd með þá hugmynd að húðlitur skipti máli. Húðlitur kemur í öllum litum eins og hár og augu og allir eru þeir fallegir.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!