KVENNABLAÐIÐ

Móðir Jennifer Lopez samþykkir nýja kærastann

Nýjasta parið: J-Rod! Nokkrum vikum eftir að Jennifer Lopez opinberaði samband sitt við Alex Rodriguez hefur hann hitt móður J.Lo, Guadalupe. Náðust þau á mynd þar sem þau voru á leið í mat, klædd í eins jakka og sólgleraugu. Jennifer hitti systur Alex þennan sama dag og Alex tilkynnti að hann væri ástfanginn af Jennifer í sjónvarpinu: „Það er augljóst – við skemmtum okkur vel. Hún er frá New York, Bronx og mikill aðdaándi Yankees. Hún er frábær stelpa, ein sú klárasta sem ég hef hitt og svo er hún líka frábær móðir.“

Svo líkar henni einfaldir hlutir – hún elskar fjölskylduna, er frábær systir, frábær dóttir

Greinilegt að Alex er mjög ástfanginn og aðdáendur hafa óskað þeim innilega til hamingju. Einn skrifar: „Kominn tími til að J.Lo hitti mann en ekki strák. Elska ykkur tvö saman!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!