KVENNABLAÐIÐ

Þorskur í einum grænum! -Uppskrift

Sigurveig Káradóttir skrifar: Þessi uppskrift fer algjörlega í flokkinn “einföldustu fiskréttir í heimi!”

Einfalt að eiga flest allt til og stökkva svo við í fiskbúð á heimleið.

þor2

Uppskrift:

2 laukar – smátt saxaðir

1 kg þorskur

1 poki grænt karrí (sjá mynd-eða hvaða græna karrí sem er í raun!)

1 dós kókosmjólk

Slatti af spínati…(tvær lúkur eða svo)

Sletta af ólívuolíu og smá sjávarsalt (til að glæra laukinn)

þor4

Laukur á pönnu með olíu og salti.

Látta malla á vægum hita. Kókosmjólk og karrí útí – leyfa suðunni að koma upp…

Þá spínat og fiskur útí, lok á pönnuna og slökkva undir rétt á meðan hrísgrjónin eru

að klára að sjóða.

þor5

Tilbúið og maturinn kominn á borð;)

þor3

Verði ykkur að góðu!

Sigurveig er landsþekktur sælkeri og heldur bæði út bloggi ásamt því að reka Matarkistuna

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!