KVENNABLAÐIÐ

Sætt: George Clooney veltir fyrir sér nöfnum á ófædda tvíbura sína!

Í nýju viðtali er tilvonandi faðirinn, leikarinn George Clooney, spurður um hugsanleg nöfn á ófædda tvíburana sína sem hann á von á með Amal Clooney: „Konan mín segir að ég megi ekki nefna þau Casa og Amigos. Það er það eina sem ég má ekki,“ segir hinn 55 ára hjartaknúsari en þetta eru fyrstu börn beggja. George á tequilamerki sem heitir Casamigos: „Það var eitthvað sem mér datt í hug, skilurðu – fjölskyldufyrirtækið!“

Í öðru viðtali við E! Online, sagði George að hann og Amal sem er 39 ára, vildu ekki nefna börnin fyrr en þau væru fædd: „Því ég hef átt vini sem velja nöfn og þá segja foreldrarnir: „Bíddu, mér líkar það ekki. Forsætisráðherrann þarna heitir það…þú getur ekki látið barnið heita Susan, manstu ekki eftir Susan frænku þinni?“

George og Amal giftu sig í Feneyjum á Ítalíu í septembermánuði 2014 og tilkynntu um tvíburana í byrjun febrúar á þessu ári: „Ég veit ekki hvernig maður meltir að eignast tvö í einu en ég er mjög spenntur. Þetta verður skemmtilegt. Trúið þið þessu? Ég er glaðari en nokkru sinni. Ég vissi ekki við myndum eignast börn. Ég var mjög ánægður að gifta mig og nú eru barneignir næsta skref!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!