KVENNABLAÐIÐ

John Travolta og Olivia Newton-John leika Sandy og Danny á ný

Aðdáendur kvikmyndarinnar Grease geta nú fagnað þar sem á 40 ára afmæli myndarinnar munu leikarar koma saman aftur til að halda upp á afmælið árið 2018. Olivia hefur nú staðfest við The Sun að þau muni fagna afmælinu á einhvern hátt en ekki er alveg vitað hvernig útfærslan verður: „Við erum að upphugsa leiðir,“ segir hún. „Við höfum ekki ákveðið neitt ennþá. Það er ótrúlegt að það séu 40 ár síðan! Tíminn líður svo hratt, þetta er afar spennandi.“

Auglýsing

sandy2

Olivia hefur minnst á það áður að hún hafi áhuga á að halda upp á afmælið en hún vinnur á spítala og var að hugsa um að sameina það einhvernveginn. John hefur ekki gefið út yfirlýsingu en búist er við því á komandi mánuðum. Spennandi!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!