KVENNABLAÐIÐ

Kris Jenner hætt með Corey Gamble

Höfuð Kardashian klansins, móðirin Kris Jenner er hætt með kærastanum sínum, Corey Gamble. Þau hafa ekki sést saman síðan á Valentínusardaginn, en hann var 14. febrúar síðastliðinn: „Kris hefur sagt við Corey að hún þurfi pásu frá honum og hún þurfi að hugsa um fjölskylduna og þáttinn eins og er,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar. „Hún sagði honum að hún gæti ekki einbeitt sér í þessu sambandi og hún þyrfti að setja þarfir fjölskyldunnar fram yfir sínar eigin.“

Auglýsing

Nýjasta sería KUWTK hefur ekki fengið það áhorf sem óskað var eftir og greinilegt að áhuginn á fjölskyldudramanu hefur minnkað: „Kris vill bara einbeita sér að þættinum til að halda honum gangandi,“ segir heimildin.

Auglýsing

Corey er að sleikja sárin í Suður-Afríku með vinum sínum á skíðum, m.a. Scooter Braun.

corey
Meðan allt lék í lyndi

Þegar Kris skildi við Caitlyn Jenner árið 2014 fór hún að hitta Corey. Ólíklegt þykir að hún fari að hitta Corey aftur í Los Angeles þegar hann kemur heim: „Hún hefur ekki áhuga á þessu sambandi lengur, flestir telja að hún hafi verið að nota hann til að komast yfir Caitlyn hvort sem er.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!