Þegar Adele gaf út miða fyrir tónleikana sína og þér tókst ekki að fá miða á u.þ.b. 49 sekúndum, ekki örvænta. Það voru fleiri í sömu sporum og þú. Þú hélst kannski að þú þyrftir að bíða í ár eða tvö en því miður verður að segjast eins og er…þú varst of sein/n.

Hin 28 ára gamla söngkona sagði á síðustu tónleikum sínum í Nýja-Sjálandi nú um helgina, á síðustu andartökum sínum á sviðinu að hún myndi sennilega ekki fara í annað tónleikaferðalag….aldrei aftur.

Auglýsing

Adele sagði við 40.000 manns: „Ég er ekki góð í að túra…klappið því mér líður mjög hallærislega. Ég veit ekki hvort ég mun ekki fara í fleiri tónleikaferðalög. Eina ástæða fyrir ferðalögunum eruð þið. Ég veit ekki hvort að „túra“ er það sem ég er góð í.“

Adele er búin að vera á tónleikaferðalagi í 15 mánuði þannig það er ekki skrýtið að hún þurfi pásu. Aðáendur hennar vonast þó til að hún sé ekki að meina það!?

Hún viðurkenndi þó að tónleikaferðalagið hafi verið það flottasta á ferlinum….svo fór hún að gráta og sagði: „Það breytti lífi mínu. Ég veit af hverju ég gerði það.“

Auglýsing

Svo lét hún aðdáendur líka vita lítið leyndarmál en hún gekk að eiga unnusta sinn, Simon Koncecki, svo það er skiljanlegt að hún vilji eiga stund með manni sínum og syni eftir að ferðalaginu lýkur.

Heimild: MarieClaire