KVENNABLAÐIÐ

Algengustu fatastærðir kvenna eru nú 16-18

Fataframleiðendur eru svo sannarlega ekki með á nótunum þegar kemur að fatastærðum, því konur hafa stækkað undanfarna áratugi. Fyrir áratug síðan var hin „venjulega“ kona í stærð 14, sem er M-L í evrópskum stærðum. Nú hinsvegar hafa konur stækkað það mikið að talið er að venjuleg fatastærð sé 16-18. Mældar voru meira en 5500 bandarískar konur yfir tvítugt og voru þær tölur einnig bornar saman við aðra gagnagrunna, s.s. frá heilsugæslustöðvum og forvarnarstöðvum.

Mittismál hefur að meðaltali aukist um 66 sentimetra á undanförnu 21 ári og hlýtur þá mælikvarði fataframleiðanda að teljast úreltur. Eru þessar upplýsingar afar þarfar fyrir unglingsstúlkur og ungar konur sem hættir til að miða sig við fyrirsæturnar sem sjást á síðum blaðanna.

„Ég vona að þetta hjálpi til við að ýta við tískuiðnaðinum að endurskoða fatastærðirnar sínar,“ segir höfundur rannsóknarinnar Deborah Christel, Ph.D.

Við erum svo sannarlega sammála því!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!