KVENNABLAÐIÐ

Árið 2018 verður hægt að kafa niður að flaki Titanic

Árið 1912 var skipið Titanic heitasta ferðin í lúxusferðalögum, meira en öld seinna er það enn afskaplega athyglisverð ferð en þú getur kafað niður að flakinu! Það er þó ekki ókeypis en ferðaskrifstofan Blue Marble Private  sem staðsett er í London mun hefja sölu á ferðum sem hefjast árið 2018. Áhuginn á flakinu hefur verið mikill síðan Robert Ballard og teymi hans náðu að staðsetja flakið fyrir næstum 32 árum síðan. Baktería sem grasserar í undirdjúpunum mun þó verða þess valdandi að skipið hverfur eftir 15-20 ár þannig það verður ekki þarna endalaust.

Auglýsing

Fyrir um 11 milljónir ISK er hægt að fara í átta daga ferð frá Nýfundnalandi í Kanada. Ferðamennirnir eru í lúxus-kafbát og ferðast hann tvemur mílum fyrir neðan yfirborð Atlandshafsins. Fyrsta ferðin er nú þegar fullbókuð þrátt fyrir afar hátt verð.

Kafað verður í þrjá daga og er að sjálfsögðu allur búnaður innifalinn. Hver köfunarferð stendur yfir í þrjá tíma. Þú munt sjá afar óvenjuleg sjávardýr sem lifa á þessu dýpi. Þú getur skoðað allt skipið sem er tæpir 300 metrar að lengd að utan en að takmörkuðu leyti að innan. Hægt verður að sjá brakið úr skipinu sem inniheldur ýmsa smíðsgripi sem hafa verið óhreyfðir í um öld.

Auglýsing

Ef þú ert hrædd/ur við sjóinn eða átt ekki alveg svona mikinn pening er verið að smíða í Kína nákvæma eftirmynd Titanic og hægt er að skoða það.

Heimild: CNN

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!