KVENNABLAÐIÐ

Móðir sendi óvart barnið sitt með vodka í nesti í skólann

Móðir nokkur í Queensland, Ástralíu, sagði í Facebookfærslu að hún hefði óvart sent fimm ára dóttur sína með áfengi í skólann. Var um að ræða poka með frosnum hinberjavodkakokteil sem var afar líkur frosnum poka af ávöxtum sem dóttur hennar líkaði vel. Auðvelt er að sjá af hverju – pokinn er glaðlegur á að líta!

Engan skal undra að hún fékk símtal frá skólanum en voru skólayfirvöld ekki hörð við hana: „Þau voru mjög afslöppuð og ég gerði grín að þessu (ég myndi að sjálfsögðu aldrei taka áhættu með dóttur mína!) og ég bara baðst afsökunar að hafa ekki sent nægilega mikið fyrir alla kennarana, þau hlógu að þessu sem betur fer.“

 

000 vadki

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!